top of page

Áhættumat

Mörg fyrirtæki þekkja ekki fyllilega hverjar eru helstu áhætturnar í eigin rekstri. Þau hafa grun um það og telja sig vera að bregðast við því sem skiptir máli en hafa þó ekki farið í gegnum raunverulega greiningu á þeim áhættum. Önnur þekkja hugsanlega áhætturnar en eru enn að velja forgangsröðun eftir því hver hefur hæst, í stað þess að forgangsraða aðgerðum eftir áhættustigi. Síðan eru fyrirtæki sem fóru í gegnum raunverulega áhættugreiningu fyrir mörgum árum og telja sig þess vegna hafa ágætis sýn á stöðuna, án þess þó að hafa endurskoðað nýlega hver staðan er í dag.

 

Fyrir öll þessi fyrirtæki getur þekking ION verið mikilvæg.

Við vinnum eftir þekktri aðferðafræði við að finna hver eru helstu verðmæti fyrirtækis, hver eru stuðningsverðmætin og hvaða áhættur geta haft áhrif á að þessi verðmæti virki sem skyldi. Við aðstoðum við að setja upp það stjórnskipulag sem þarf til að áhættur og verkefni komist í réttan farveg og verði leyst.

Undanfarin misseri höfum við líka farið í gegnum áhættumat sem er sérstaklega tengt við ný persónuverndarlög (GDPR). Í þeim verkefnum er vinnsla persónuupplýsinga undirstaðan í skilgreiningu á verðmætum og helsta áherslan er hvernig er unnið með persónuupplýsingar starfsfólks, viðskiptavina eða annarra.

Önnur verkefni sem við höfum tekist á við erum margskonar:

  • Tilfallandi áhættumat, til dæmis vegna nýlegra eða yfirvofandi breytinga

  • Heildaráhættumat fyrirtækis, til að vita raunstöðuna

  • Uppbygging áhættustýringar, með stjórnskipulagi og öðru sem fylgir.

bottom of page