top of page

Stefnumótun

Þið vitið hvert þið viljið fara og hvernig þið viljið komast þangað. Þegar upp koma ágreiningsmál eða erfiðarar spurningar getur skýr stefna verið nauðsynleg.

Við veitum aðstoð við mótun helstu stefna sem tengjast upplýsingaöryggi. Samþykkt stefna fyrirtækis getur verið afskaplega mikilvægt gagn sem getur einfaldað ákvarðanatöku og skýrt hvert hvert fyrirtækið er að fara í einföldu máli. Stefnur geta tekið til heildarverkefna fyrirtækis eða stofnunar í ákveðnum málum, til dæmis upplýsingaöryggisstefnur, en geta líka átt við smærri og afmörkuð mál, til dæmis útvistunar- eða aðgangsstefna.

Allt eru þetta mikilvægar ákvarðanir sem þarf að setja saman og framfylgja þannig að vel sé.

bottom of page