top of page

Neyðaráætlanir

Oft er neyðar- og viðbragðsáætlunum blandað saman. Það er samt hægt að hugsa þetta tvennt sem tvær hliðar á sama pening, annars vegar er fyrsta viðbragð þegar neyð steðjar að eða kemur upp, og hins vegar hvernig er brugðist við tilteknum aðstæðum með meiri nákvæmni.

 

Hægt er að hugsa um þrjár tegundir af neyðaráætlunum:

  • Skipulagsleg neyðaráætlun. Slík áætlun tekur á því stjórnskipulagi sem þarf að vera til staðar til að geta brugðist við neyðarástandi sem upp kann að koma. Þar eru skilgreindir þeir hópar sem gætu þurft að bregðast við ef neyðaraðstæður kæmu upp. Slíkar áætlanir fullnægja kröfum endurskoðenda sem eru í auknu mæli farnir að krefjast þess að slíkar áætlanir séu til staðar.

  • Viðbragðsáætlanir vegna tiltekinna áhættna:

    • Oft eru félögum vel ljóst hvaða neyðaraðstæður gætu komið upp og hafa undirbúið sig með einhverjum hætti fyrir þær aðstæður. Mikilvægt er að útbúa og prófa áætlanir sem útbúnar hafa verið vegna slíkra þekktra aðstæðna, ef ekkert er hægt að minnka líkurnar á þeirri áhættu með öðrum leiðum.

    • Niðurstöður áhættumats geta líka leitt fram áhættuaðstæður sem getur verið nauðsynlegt að bregðast við með áætlanagerð, þar sem ekki er hægt að meðhöndla þessa áhættu með öðrum leiðum.Umfang þeirrar áætlanagerðar getur þá verið í samræmi við áhættustigið. 

 

Prófanir: Allar áætlanir verður að prófa til að vita með ásættanlegri vissu að áætlunin muni ganga eftir í neyðaraðstæðum. Prófanir geta verið með nokkrum sniðum:

  • Pappírsprófun: Fáir aðilar fara í gegnum áætlunina til að sjá hvort allt standist.

  • Borðprófun: Þeir aðilar sem hafa hlutverk í áætluninni koma saman til að fara í gegnum áætlunina, sjá hvort allt sé eins það þarf að vera og hvort þörf sé á einhverjum lagfæringum. Líkt er eftir þeim aðstæðum sem upp geta komið.

  • Gátlista prófun: Þeir aðilar sem bera ábyrgð á ákveðnum þáttum eða gátlistum fara yfir sína þætti til að vera vissir um að þeir séu réttir og uppfærðir.

  • Raunprófun með rofi: Aðstæður séu gerðar eins raunverulegar og hægt er í prufuaðstæðum. Þessi prófun er framkvæmt í raunkerfum og getur þess vegna haft ófyrirséðar afleiðingar.

  • Hliðstæð prófun: Varakerfi eru útbúin og prófuð til að meta hvort þau geti tekið við rekstri ef til þess kemur.

bottom of page