top of page
Vanta_Partner_X_800x418.png

VANTA

ION Ráðgjöf er samstarfsaðili Vanta. Vanta er hugbúnaðarlausn (SAAS) sem hjálpar fyrirtækjum að innleiða og viðhalda stjórnkerfi upplýsingaöryggis. Sjálfvirkni og skilvirkni eru lykilatriði í Vanta. 

Hvað er Vanta?

Vanta er svokallaður Trauststýringarverkverkvangur* (Trust Management Platform) sem einfaldar fyrirtækjum og stofnunum að innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis samkvæmt ýmsum stöðlum (ISO 27001:2022, SOC 2, NIST, auk ýmissa annarra staðla). Kerfið notast sjálfvirkni til að tengjast öðrum kerfum og lesa þaðan upplýsingar um notendur og stillingar til að einfalda yfirsýn og auka skilvirkni.

Kerfið aðstoðar með skilvirkni við birgjarýni út frá áhættum og er einnig vettvangur fyrir framkvæmd áhættumats. Fyrir aðila sem þurfa að svara mörgum spurningarlistum eða veita upplýsingar um stöðu upplýsingaöryggis getur kerfið einnig einnig einfaldað mikið.

*Þetta orð var hugsanlega ekki til fyrr en núna.

Fyrir hvern er Vanta?

Fyrir fyrirtæki og stofnaðir sem eru að stíga sín fyrstu skref veitir Vanta kerfið einfalda yfirsýn og aðstoðar við innleiðingu á öllum helstu skjölum, verklagsreglum og öðrum stýringum. 

Fyrir fyrirtæki sem eru lengra komin getur Vanta einfaldað alla yfirsýn með því að tengjast við núverandi skjalastjórnunarkerfi (s.s Confluence eða Sharepoint) og aðstoðar þannig við utanumhald með stjórnkerfum. 

Kerfið veitir einnig góðan ramma til utanumhalds með birgjarýni og framkvæmd áhættumats. Aðgerðir úr kerfinu er hægt að senda með einföldum hætti yfir í verkbeiðnakerfi fyrirtækisins (d. Jira, ServiceNow eða Teamwork). 

Fyrir fyrirtækin sem þurfa að svara spurningarlistum og bregðast við úttektum viðskiptavina aðstoðar kerfið annars vegar með aðstoð við útfyllingu spurningarlista þar sem gervigreind leggur til svör út frá fyrri svörum og skjölun fyrirtækisins og hins vegar með Trust Center, sem er ytri gátt fyrirtækisins þar sem viðskiptavinir geta sótt leyfð skjöl beint í stað þess að þurfa ávallt að óska eftir þeim. Viðskiptavinir sjá þau skjöl sem fyrirtækið vill deila og fær þær staðfestingar á stýringar sem fyrirtækið telur að geti verið gagnlegt eða nauðsynlegt að deila með ytri aðilum. 

Helstu eiginleikar

Helstu kostir og eiginleikar Vanta

Einfaldari innleiðing stjórnkerfa

Sjálfvirkni

Áhættumat, Birgjastýring og Traust

Tengingar við innri kerfi til að einfalda yfirsýn og auka sjálfvirkni

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar um Vanta er hægt að finna á heimasíðu Vanta, www.vanta.com 

Dæmi um Trust Center síðu - trust.vanta.com

Námskeið og fræðsla sem tengist Vanta - learning.vanta.com

Nánari upplýsinga um hvernig Vanta getur hjálpað þínu fyrirtæki er hægt að öðlast með að senda tölvupóst: info@ionradgjof.is eða hringja í okkur. 866-9828

bottom of page